
GLUGGAR OG HURÐIR

Gluggar okkar og hurðir koma frá tveimur framleiðendum með áratuga reynslu af framleiðslu fyrir Evrópumarkað, auk Íslands.
Glugga og hurðir er hægt að fá af öllum stærðum og gerðum, með einföldu -, tvöföldu - eða þreföldu gleri. Jafnvel með skotheldu gleri ef þess er óskað. Mest er þó framleitt samkvæmt teikningu frá verkkaupa. Kjarninn í gluggana og hurðirnar kemur frá skógarbændum í Finnlandi en glerið frá Póllandi.
Til fróðleiks má geta þess að viðurinn frá Finnlandi er talinn sá besti fyrir framleiðslu glugga- og hurða. Það sama má segja um glerið frá Póllandi en þaðan kemur nánast allt gler sem framleitt er í glugga fyrir Evrópumarkað. Öllum gluggum og hurðum fylgja læsingar og húnar frá viðurkenndum framleiðendum.
Gluggarnir okkar eru slagveðursprófaðir fyrir íslenskt veðurfar. Þeir eru CE-vottaðir og uppfylla kröfuharðar íslenskar byggingareglugerðir og lög um mannvirki. Allri framleiðslu fylgir verksmiðjuábyrgð ef rétt að staðið að innsetningu.
Hægt er að fá gluggana og hurðirnar okkar samsettar úr eftirtöldum efnum:
Viði
PVC
Viði og áli
Áli
Starfsstöð okkar í Noregi hefur flutt inn þúsundir glugga og hurða án nokkurra vandamála þar sem þeir hafa reynst afar vel.
