
HÚS
Við höfum byggt heilsárshús á farsælan hátt frá árinu 2008.
Við getum tekið þátt í byggingaferlinu á hvaða stigi sem er eða séð um verkefnið frá upphafi til enda.
Markmið okkar er að gera þig að enn einum ánægðum viðskiptavini okkar.

Stærð og uppsetning
Húsin okkar koma frá framleiðendum í Evrópu með áratuga reynslu af framleiðslu og byggingu heilsárshúsa. Húsin eru yfirleitt afhent tilbúin til uppsetningar.
Þú getur valið úr úrvali af stöðluðum húsum af öllum stærðum og gerðum. Hönnun og framleiðsla húsa eftir þínum óskum er einnig í boði.
Húsin koma tilbúin til samsetningar á undirstöður sem kaupandi hefur undirbúið. Standard-húsum fylgja gluggar, útihurðir, rennur og niðurfallsrör, þakdúkur til ásoðningar og klæðning að utan.
Grunnverð miðast við að húsunum sé skilað fokheldum að innan. Einnig er hægt að fá hús sem eru undir 40m² að stærð, algjörlega fullbúin og tilbúin til hífingar á undirstöður.
Hönnun
Þú kemur með arkitektateikningar (útlitsteikningu, teikningu af klæðningu og sniðmynd). Ef teikningar liggja ekki fyrir getum við aðstoðað við gerð þeirra. Þegar hönnun er lokið færð þú allar teikningar á tölvutæku formi (DWG fyrir AutoCAD).
Húsin okkar og smíði standast íslenskt veðurfar og kröfuharðar íslenskar byggingareglugerðir og lög um mannvirki.
Samningar
Eftir að lokið er við teikningar og efnisval færð þú sent verðmat til yfirferðar og samþykktar. Eftir að þú samþykkir allar teikningar ásamt sérteikningum fer ferli við kaupsamning af stað. Að því loknu fer framleiðsluferli af stað. Framleiðslan tekur að jafnaði sex til átta vikur, allt eftir stærð hússins.
Efni
Húsin eru gerð úr alþjóðlega viðurkenndu -, vottuðu - og styrkleikaflokkuðu gæðatimbri og öðrum umhverfisvænum efnum. Húsin eru afhent með Gore-Tex dúki sem andar þannig að minni líkur eru á að myglusveppur myndist í húsunum (ef frágangur á dúknum er réttur og rakasperrulag sett upp á réttum tíma). Hægt er að velja um ýmsar gerðir af klæðningu. Öll húsin okkar koma tilbúin til samsetningar á undirstöður sem kaupandi hefur undirbúið.
Í standard-pakkanum eru:
Gluggar og útihurðir
Klæðning
Lektur undir klæðningu
Vinddúkur
9mm krossviður
Burðargrind